Seinkun á brottför nýju vélarinnar

04.03.2016 - 18:06
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tæplega tveggja tíma seinkun varð á áætluðum brotfarartíma nýju Bombardier Q400 farþegaflugvélar Flugfélags Íslands frá Akureyri síðdegis í dag.

Verið að fínstilla vinnulag

Farþegum sem biðu á flugstöðinni á Akureyri fengu þá skýringu að töf væri á brottför vegna bilunar. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands sagði í samtali við fréttastofu að 50 mínútna seinkun hefði orðið á brottför frá Reykjavík og síðan hefði svipuð töf bæst við á Akureyrarflugvelli. Hann sagði starfsfólk félagsins, flugmenn, flugvirkja, hlaðmenn og fleiri vera að venjast nýjum farkosti og verið væri að fínstilla vinnulag við vélina. Það væri ástæða tafarinnar. Tæplega klukkutíma seinkun verður á brottför til Egilsstaða vegna þessa.

Mynd með færslu
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV