Segir tvo kosti í stöðunni

12.01.2016 - 16:04
epa05068496 Italian Foreign Minister Paolo Gentiloni arrives for the start of the European Foreign Affairs Council, in Brussels, Belgium, 14 December 2015. EU foreign ministers meet to discuss counter-terrorism efforts and the situation in Libya. They are
Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu.  Mynd: EPA
Ríki Evrópusambandsins verða að velja á milli Schengen-samstarfsins og Dyflinnarreglugerðarinnar um málsmeðferð í málum hælisleitenda því þetta tvennt er ekki lengur samrýmanlegt í ljósi flóttamannavandans í Evrópu.

Þetta sagði Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, í dag. Hann sagði að Evrópuríki hefðu einungis tvo kosti, að taka afleiðingunum af flæði flóttamanna til álfunnar eða að grípa til aðgerða og ná stjórn á vandanum.

Evrópusambandsríki gætu náð tökum á vandanum með sameiginlegu átaki og að viðurkenna að reglur sem settar hefðu verið fyrir aldarfjórðungi ættu akki lengur við í ljósi atburða undanfarinna mánaða.

Stjórnvöld á Ítalíu vilja endurskoðun á Dyflinnarreglugerðinni, en samkvæmt henni ber að afgreiða mál hælisleitenda í þeim löndum ESB sem þeir koma fyrst til. Langflestir flóttamanna og hælisleitenda hafa komið fyrst til Grikklands og Ítalíu frá Asíu og Afríku.