Sean Penn tjáir sig um El Chapo - Myndskeið

15.01.2016 - 18:24
epa04750902 US actor Sean Penn arrives for a news conference for the Life Ball 2015, in Vienna, Austria, 16 May 2015. The Life Ball in Vienna is a charity event supporting people with HIV or AIDS.  EPA/HANS PUNZ no restriction apply
 Mynd: EPA  -  APA
Leikarinn Sean Penn segir að mexíkósk yfirvöld hafi reynt að koma höggi á hann með því að segja að viðtal Penns við eiturlyfjabaróninn Guzman hafi leitt þá á slóð hans. Penn segir það ekki rétt að hann hafi átt þátt í handtöku Guzmans með því að hitta hann og taka við hann viðtal.

Penn greinir frá þessu í viðtali við fréttamanninn Charlie Rose í fréttaskýringarþættinum 60 Minutes.

Penn segir að hann hafi hitt Guzman, eða El Chapo, af því að hann vildi opna umræðu um stríðið gegn fíkniefnum. Honum finnist sárast að athyglin hafi beinst að handtökunni á Guzman og þætti Penns í henni, í stað þess að alvöru umræða um hvort Bandaríkin séu á réttri leið í baráttu sinni færi fram. Honum hafi mistekist ætlunarverk sitt.