Scott efstur á Doral

05.03.2016 - 12:47
epa05033787 Australian golfer Adam Scott plays a shot during the second round of the Australian Masters Golf Tournament at Huntingdale Golf Course in Melbourne, Australia, 20 November 2015.  EPA/JULIAN SMITH AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA  -  AAP
Ástralinn Adam Scott er í forystu á Cadillac Championship mótinu á Heimsmótaröðinni í golfi. Scott sigraði um síðustu helgi á PGA-mótaröðinni á Honda Classic mótinu og er greinilega að leika vel um þessar mundir. Hann lék á 66 höggum í gær og er samtals á 10 höggum undir pari í mótinu.

Scott hefur tveggja högga forystu á Norður-Írann Rory McIlroy sem er annar ásamt Bandaríkjamanninum Dustin Johnson. McIlroy hefur ekki leikið vel að undanförnu en fann taktinn í gær.

„Ég vann aðeins í púttunum eftir fyrsta hringinn og það virðist hafa skilað sér. Það er gaman að sjá þegar púttin fara loks niður. Þetta hefur ekki verið að falla með mér síðustu mánuði,“ sagði McIlroy.

Leikið er á Doral golfsvæðinu í Flórída en það golfsvæði er í eigu Donald Trump sem er sækist eftir að verða næsti forseti Bandaríkjanna.

Staðan í mótinu

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður