Sárnaði úrræðaleysið

01.03.2016 - 09:52
„Eitt af því sem kom mér mikið á óvart þegar ég flyt hingað og tek til starfa sem prestur er hvað það er mikið leitað til mín með sálgæslu,“ segir Davíð Þór Jónsson, héraðsprestur í Austurlandsprófastsdæmi, en í síðasta þætti Sagna af landi var fjallað um geðheilbrigðismál á landsbyggðinni.

Í viðtalinu ræðir Davíð Þór um ýmislegt sem tengist geðheilsumálum á Austurlandi m.a. um ábyrgð samfélagsins í þessum efnum sem sé mikil. Hann segir að úrræðaleysið hafi komið sér á óvart þegar hann tók við störfum í hittiðfyrra. 

„Fólk á ekki að þurfa að aka mörg hundruð kílómetra til þess að geta notið heilsugæslu," segir hann í viðtalinu. „Ég þarf ekki að fara norður til Akureyrar eða til Reykjavíkur að fá þá þjónustu sem ég þarf nema mér verði illt í sálinni.“ 

 

Mynd með færslu
Jón Knútur Ásmundsson
dagskrárgerðarmaður
Sögur af landi
Þessi þáttur er í hlaðvarpi