Sarah Palin styður Donald Trump

Donald Trump makes a point as he walks with former governor of Alaska Sarah Palin in New York City as they make their way to a scheduled meeting Tuesday, May 31, 2010. (AP Photo/Craig Ruttle)
 Mynd: AP
Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og varaforsetaefni Repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2008, lýsti í kvöld yfir stuðningi við Donald Trump. Hann berst fyrir því að verða forsetaefni flokksins í kosningunum í haust.

Innan við hálfur mánuður er þar til fyrsta forvalið verður, í ríkinu Iowa. Raunar var búist við því fyrirfram að Palin myndi styðja Trump. Talið er að yfirlýsingin frá því í kvöld eigi fyrst og fremst eftir að skaða Ted Cruz, sem skoðanakannanir sýna að er með álíka mikið fylgi og Trump í Iowa og næstmest á landsvísu.