Santorum styður Rubio

epa05132324 Former Pennsylvania Senator Rick Santorum participates in the undercard Republican Presidential debate, sponsored by Fox News and Google, at the Iowa Events Center in Des Moines, Iowa, USA, 28 January 2016. The Iowa caucuses, held on 01
 Mynd: EPA
Rick Santorum, fyrrum öldungadeildarþingmaður, hefur ákveðið að draga sig úr forkjöri repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Hann varð neðstur í fyrstu forkosningunum sem fram fóru í Iowa á þriðjudag.

Hann hlaut flest atkvæði í forkosningunum í Iowa fyrir fjórum árum síðan en þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Mitt Romney þegar yfir lauk.

Santorum hefur ákveðið að styðja Marco Rubio í kapphlaupinu, en hann varð þriðji í forkosningunum í Iowa á eftir Ted Cruz og Donald Trump. Santorum segir Rubio einstaklega hæfan til embættisins því hann sé fæddur leiðtogi. Hann sé nýja kynslóðin sem geti leitt þjóðina saman.