Sanders fyrstur gyðinga til að sigra í forvali

10.02.2016 - 12:30
epa05152093 US Senator and Democratic Presidential hopeful Bernie Sanders (L) gets a kiss from his wife Jane (R) following his victory speech to supporters at Concord High School in Concord, New Hampshire, USA, 09 February 2016. Billionaire businessman
 Mynd: EPA
Bernie Sanders, sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaefni, varð í nótt fyrstur gyðinga til að sigra í forvali þegar hann fór með sigur af hólmi í New Hampshire.

Hann er jafnframt fyrsti maðurinn til að ná þeim árangri án þess að vera kristinn. Aðeins átta dagar eru liðnir síðan að öldungardeildarþingmaðurinn Ted Cruz sigraði í forvali Repúblikanaflokksins í Iowa og varð fyrstur manna af rómansk-amerískum uppruna sem getur státað af sigri í forvali vestanhafs. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV