Samstarf Norðurlandanna mun lifa af

04.01.2016 - 20:55
Pólitískt samstarf Norðurlandanna er ekki í hættu að mati Sigurðar Ólafssonar, verkefnisstjóra í Norræna húsinu, þrátt fyrir kergju milli Svía og Dana. Hann segir að deilur milli landanna tveggja megi rekja aftur í tímann og að því sé langur aðdragandi að því að Svíar hafi tekið upp eftirlit á landamærunum við Danmörku.

Sigurður segir að allt frá því að stjórn Anders Fogh Rasmussen hafi tekið við völdum í Danmörku hafi bilið á milli danskra og sænskra stjórnvalda aukist. Danmörku hefur verið lýst sem gegnumstreymislandi fyrir flóttamenn sem vilji flestir halda áfram til Svíþjóðar. Svíar hafa löngum haft einna frjálslegustu flóttamannastefnu í Evrópu en nýlega hafa þeir hert reglur og hyggjast þannig stemma stigu við komu flóttamanna til landsins.

Mynd með færslu
Baldvin Þór Bergsson
dagskrárgerðarmaður
Kastljós