Sálfræðiþjónusta bjóðist í framhaldsskólum

18.03.2016 - 22:21
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og 12 aðrir þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að fela menntamálaráðherra að sjá til þess að frá og með skólaárinu 2017 til 2018 verði öllum nemendum í framhaldsskólum landsins tryggt aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna þeim að kostnaðarlausu.

Vilja þingmennirnir að ráðherra hafi samráð við Kennarasamband Íslands og Sálfræðingafélag Íslands um tilhögun þjónustunnar, meðal annars um meðferð sem veitt verði, fjölda nemenda á hvern sálfræðing og fleira. 

Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV