Sakfelldur en ekki gerð refsing

15.01.2016 - 09:50
Hæstiréttur Íslands
 Mynd: RÚV
Hæstiréttur sakfelldi í gær lögreglumann sem ákærður var fyrir að hafa sent vini sínum tölvuskeyti með lýsingu og nafni þrettán ára gamals drengs sem lögreglumaðurinn hafði haft afskipti af í starfi. Lögreglumaðurinn var í mars sýknaður af þessu í Héraðsdómi.

Hæstiréttur taldi að með því að senda upplýsingar um aldur, búsetu og andlegt ástand drengsins sem og það af hverju lögreglumaðurinn hefði haft afskipti af honum hefði verið brotið gegn þagnarskyldu. Brotið var ekki talið stórfellt og af því að maðurinn hafði ekki áður hlotið refsingu og greindi aðeins einum frá upplýsingunum, var honum ekki gerð refsing í málinu. Hann þarf að greiða áfrýjunarkostnað sem er rúmlega 30 þúsund krónur.