Sagði eiturlyfjasölum stríð á hendur

15.02.2016 - 09:29
epa05161052 Mass celebrated by Pope Francis in Ecatepec, Mexico, 14 February 2016. Pope Francis landed in the Mexican capital late 12 February for his first visit to the predominantly Catholic country. His tour will last until 17 February, and take him to
Frans páfi í Mexíkóborg.  Mynd: EPA  -  ANSA
Frans páfi ávarpaði um 300.000 íbúa Ecatepec, úthverfis Mexíkóborgar, í gær og lýsti yfir stríði á hendur eiturlyfjasölum. Glæpir, ofbeldi, morð og mannrán tengd eiturlyfjasölu þjaka íbúa þessa hverfis.

Páfi hvatti Mexíkóa til að snúast gegn djöflinum og eiturlyfjasölum. Hann sagði á ávarpi sínu að einungis guðs orð gæti sigrað hið illa og hvatti áheyrendur til að að gera Mexíkó að landi sem fólk þyrfti ekki að flytja frá, landi þar sem fáir auðmenn gætu ekki hagnast á örvæntingu og fátækt fjöldans, landi þar sem fólk væri ekki arðrænt og þar sem konur, ungt fólk og börn væru ekki eyðilögð af eiturlyfjasölum, sölumönnum dauðans.

Þorvaldur Friðriksson
Fréttastofa RÚV