Sænsk stúlka sökuð um aðild að Íslamska ríkinu

18.02.2016 - 10:12
epa04439470 A train exits the Vienna Central Railway Station, in Vienna, Austria, 10 October 2014. The Railway Station celebrated its official opening on 10 October 2014 and completion of work at the Central Train Station is planned for 2015.  EPA/ROLAND
 Mynd: EPA  -  APA
Sautján ára stúlka af sænsku þjóðerni kom í dag fyrir rétt í Vínarborg í Austurríki, ákærð fyrir að vera stuðningsmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.

Stúlkan var handtekin á járnbrautarstöð í Vín, 6. desember síðastliðinn. Fjölskylda hennar hafði þá varað við því að hún kynni að vera á ferð til Sýrlands til að ganga til liðs við vígasveitir Íslamska ríkisins. Rannsókn á farsíma hennar þótti benda til þess að hún væri stuðningsmaður vígasveitanna. Í Austurríki varðar það við lög að styðja hryðjuverkahópa. Stúlkan neitar sök. 

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV