Sækja örmagna göngumann á Hornstrandir

18.06.2017 - 13:23
Mynd með færslu
 Mynd: Andrea Harðardóttir
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði ásamt félögum í Björgunarfélagi Ísafjarðar voru kölluð út um hádegisbil til að sækja örmagna göngumann á Hornstrandir. 

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að svo virðist vera sem göngumaðurinn sé hluti af gönguhóp sem er á ferð um Hornstrandir. Óskað var eftir aðstoð í gegnum neyðarrás skipa frá neyðarskýlinu í Hornvík.

Björgunarskipið er á leiðinni með fimm björgunarmenn um borð en um þrjár til fjórar klukkustundir tekur að komast á staðinn. Því er ekki von á að komið verði með göngumanninn aftur til Ísafjarðar fyrr en í kvöld.

 

Dagný Hulda Erlendsdóttir