Sádar stöðva hernaðaraðstoð til Líbanons

19.02.2016 - 13:58
epa01416332 Freed Lebanese prisoner Samir Kuntar and his four freed comrades, wearing Hezbollah military fighters uniform, review guard of honour, during their visit at the tomb of slain Hezbollah commander Imad Maghnieh, in Beirut's southern suburbs
 Mynd: EPA
Stjórnvöld í Sádí Arabíu hafa stöðvað hernaðaraðstoð sína við Líbanon og segjast ætla að endurskoða milliríkjasambandið í heild sinni vegna baráttu skæruliðasamtakanna Hezbollah við hlið sýrlenska stjórnarhersins. Sádar höfðu heitið Líbönum um þrjú hundruð áttatíu og fimm milljörðum íslenskra króna til að kaupa frönsk vopn.

Sú aðstoð átti að styrkja líbanska stjórnarherinn í baráttu sinni við að koma í veg fyrir að átökin í grannríkinu Sýrlandi breiddust yfir landamærin. Hezbollah samtökin aðhyllast sjía-íslam, ólíkt Sádum, og eru undir verndarvæng stjórnvalda í Íran og Sýrlandi. Þau hafa sterk ítök í Líbanon og talið er að Sádar óttist að vopnin endi í höndum liðsmanna Hezbollah. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV