SA Íslandsmeistari fjórða árið í röð

23.02.2016 - 23:04
Mynd með færslu
 Mynd: Rögnvaldur Már Helgason  -  RÚV
Skautafélag Akureyrar hampaði Íslandsmeistaratitlinum í íshokkí í kvöld eftir sigur á Esju í úrslitaeinvígi sem lauk á Akureyri í kvöld. SA vann alla þrjá leikina í einvíginu, þann síðasta í kvöld 6-3.

Esja fékk sannkallaða óskabyrjun og komst þremur mörkum yfir en SA snéri leiknum við og skoruðu Akueyringar næstu sex mörk.

Þetta er í nítjánda sinn sem SA verður Íslandsmeistari karla í íshokkí. Hafþór Andri Sigrúnarson skoraði tvö mörk fyrir SA í kvöld rétt eins og Egill Þormóðsson í liði Esju. Lið Esju var að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn en liðið hafði fá svör við spilamennsku SA sem hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum fjórða árið í röð.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður