Rússnesk rannsóknarstofa í Bólivíu

07.03.2016 - 01:55
epa05116452 The President of Bolivia, Evo Morales (L) waves during the thanksgiving ceremony to the Pachamama (Mother Earth) for his decade in the presidency of Bolivia, on the old citadel of Tiahuanaco, Bolivia, 21 January 2016. 'Our thanks to ten
Evo Morales við athöfnina í Tiwanaku í dag.  Mynd: EPA  -  EFE
„Það er indælt að aðrar þjóðir komi hingað til fjárfestingar og samstarfs í stað yfirgangs og ögrunar," sagði Evo Morales forseti Bólivíu við undirskrift samnings við Rússa um byggingu kjarnorkurannsóknarstofu. Samningurinn hljóðar upp á um 300 milljónir Bandaríkjadala, eða um 38 og hálfan milljarð króna.

Morales beindi orðum sínum óbeint að Bandaríkjunum sem hafa reynst stjórnvöldum í Bólivíu erfið. Morales nefndi við undirskriftina að ríkið hafi einnig átt gott samstarf við Kína og Evrópuþjóðir.

Rannsóknarstofan verður byggð í El Alto, nærri La Paz höfuðborg landsins, og er áætlað að fjögur ár taki að reisa hana. Þar eiga að fara fram læknisrannsóknir, matvælarannsóknir og kjarnorkurannsóknir í friðsamlegum tilgangi, eins og það er orðað. Nýr ríkisstofnun verður sett á laggirnar til þess að sjá um verkið.

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV