Rússar vara við nýrri heimsstyrjöld

11.02.2016 - 18:41
epa05145663 A huge monitor shows Russian Prime Minister Dmitry Medvedev delivering his speech during a congress of the United Russia party in Moscow, Russia, 06 February 2016.  EPA/MAXIM SHIPENKOV
 Mynd: EPA
Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að ráðist hersveitir arabaríkja inn í Sýrlands eins og Sádar hafa hótað gæti það leitt til nýrra heimsstyrjaldar. Rússar styðja við bakið á stjórnarhernum með loftárásum en Sádar, bandamenn þeirra í arabaheiminum og aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru öll sögð íhuga beina íhlutun fyrir hönd uppreisnarmanna.

Medvedev sagði í samtali við þýska dagblaðið Handelsblatt í kvöld að Bandaríkjamenn og arabískir bandamenn þeirra ættu að hugsa sig vandlega um áður en þeir blönduðu sér í átökin í Sýrlandi. Þeir ættu ekki að gera sér vonir um að vinna slíkt stríð í nánustu framtíð. Því væri nær að neyða alla deiluaðila að samningaborðinu til að koma í veg fyrir nýja heimsstyrjöld.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV