Rússar segja eldflaugavarnir ógna stöðugleika

10.02.2016 - 09:12
South Koreans watch a TV news program with a file footage about North Korea's rocket launch at Seoul Railway Station in Seoul, South Korea, Sunday, Feb. 7, 2016. North Korea on Sunday defied international warnings and launched a long-range rocket
 Mynd: AP
Ríkisstjórn Rússlands varar Bandaríkjastjórn við því að setja upp eldflaugavarnarkerfi í Suður-Kóreu þar sem það geti hleypt af stað miklu vopnakapphlaupi í austurhluta Asíu og víðar.

Eftir eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í síðustu viku tilkynntu Bandaríkjamenn að þeir myndu hefja formlegar viðræður við stjórnvöld í Suður-Kóreu um að koma upp slíku kerfi.

Í tilkynningu frá rússnesku utanríkisþjónustunni segir að slík íhlutun Bandaríkjanna myndi aðeins gera illt verra og auka spennu á svæðinu. Ákveði Bandaríkjastjórn að færa út kvíarnar með þessum hætti gæti það ógnað stöðugleika um allan heim.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV