Rúnar: Minn styrkleiki er að skjóta

07.01.2016 - 22:27
„Það er minn styrkleiki [að skjóta], maður verður að nýta styrkleika sína og ég vona að þjálfararnir sjái að það er sé hægt að nota svona bombur,“ sagði Rúnar Kárason að loknum vináttuleik Íslands og Portúgal í handbolta í kvöld.

Rúnar var markahæstur í liði Íslands með sjö mörk og minnti hressilega á sig í aðdraganda EM. Einar Örn Jónsson ræddi við Rúnar og má sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður
Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður