Rory í kjörstöðu á Doral

06.03.2016 - 08:14
epa05144497 Rory McIlroy of Northern Ireland tees off during the second round of the Omega Dubai Desert Classic 2016 Golf tournament at Emirates Golf Club in Dubai, United Arab Emirates, 05 February 2016.  EPA/ALI HAIDER
Rory McIlroy lék í bleiku í dag.  Mynd: EPA
Norður-Írinn Rory McIlroy er efstur fyrir lokahringinn á Cadillac Championship mótinu sem fram fer á Heimsmótaröðinni í golfi. Leikið er á Doral golfsvæðinu í Flórída sem er í eigu auðkýfingsins Donald Trump.

McIlroy er samtals á 12 höggum undir pari eftir þrjá hringi og hefur þriggja högga forystu á Dustin Johnson frá Bandaríkjunum og Adam Scott frá Ástralíu.

McIlroy lék á 68 höggum í gær eða fjórum höggum undir pari. Honum tókst að leika hringinn án þess að fá skolla og sagði það einmitt lykilinn að góðri stöðu hans fyrir lokahringinn.

Staðan í mótinu

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður