Rooney tryggði United sigur á Anfield

17.01.2016 - 16:05
epa05099132 Manchester United's Wayne Rooney centre left) celebrates scoring their third goal against Newcastle with team mates during the English Premier League soccer match between Newcastle United and Manchester United at St James' Park in
 Mynd: EPA
Wayne Rooney var hetja Manchester United þegar liðið lagði Liverpool með einu marki gegn engu á Anfield Road í dag. Leikurinn var nokkuð tíðindalítill framan af en Rooney skoraði sigurmarkið á 78. mínútu þegar hann fylgdi eftir skalla Marouane Fellaini.

 

 

Leikmenn Liverpool reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en höfðu ekki erindi sem erfiði. Eftir sigurinn er United í 5. sæti með 37. stig en Liverpool situr í 9. sæti með 31 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni

 

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður