Rooney missir af leikjum Englands

28.02.2016 - 09:54
epa04682494 England Wayne Rooney celebrates scoring a goal against Lithuania during the UEFA EURO 2016 qualifier round, Group E at Wembley Stadium in London, Britain, 27 March 2015.  EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA
 Mynd: EPA
Landsliðsfyrirliði Englendinga í fóbolta, Wayne Rooney, missir af vináttuleikjum Englands gegn Þýskalandi og Hollandi í næsta mánuði. Rooney er frá vegna hnémeiðsla.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá þessu í morgun. 

Rooney laskaði liðbönd í hné í 2-1 tapi United gegn Sunderland fyrr í þessum mánuði. 

Englendingar mæta heimsmeisturum Þjóðverja í Berlin þann 26.mars. Þremur dögum síðar taka þeir á móti Hollendingum á Wembley. 

„Hann verður ekki tilbúinn í tæka tíð fyrir vináttuleiki Englands,“ sagði Van Gaal í morgun. „Hann þarf fyrst að verða tilbúinn fyrir okkur - ekki England.“ 

Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV