Reyndi að laumast um borð í flutningaskip

10.02.2016 - 07:04
Mynd með færslu
Mynd úr safni.  Mynd: Lára Ómarsdóttir  -  RÚV
Erlendur karlmaður var handtekinn á fjórða tímanum í nótt fyrir að reyna að komast um borð í skip Eimskips í Sundahöfn.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að öryggisverðir handsömuðu manninn og höfðu hann í haldi þar til lögregla kom á staðinn. Hann verður vistaður í fangageymslu og yfirheyrður síðar í dag. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV