Reykjavík vann Reykhólahrepp í Útsvari

22.01.2016 - 20:43
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV  -  Þórdís Jóhannesdóttir
Lið Reykjavíkur vann lið Reykhólahrepps, með 70 stigum gegn 52 í Útsvari í kvöld. Reykhólahreppur er fámennasta sveitafélagið sem keppir í ár en Reykjavík það fjölmennasta.

Reykhólahreppur tapaði naumlega fyrir Fjallabyggð í fyrstu umferð en komst áfram sem stigahæsta tapliðið. Reykjavík sigraði Fljótsdalshérað naumlega í fyrstu umferð. Fljótsdalshérað komst þó einnig áfram. 

Keppendur kvöldsins eru Borgar Þór Einarsson, Eiríkur Hjálmarsson og Margrét Erla Maack fyrir Reykjavík og Guðjón Gunnarsson, Kristján Gauti Karlsson og Ólína K. Jónsdóttir fyrir Reykhólahrepp.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV
Útsvar