Rekinn úr landi fyrir ummæli um Trump á netinu

epa05051184 US Republican Presidential candidate Donald Trump gestures as he speaks during a campaign rally at the While Mountain Athletic Club in Waterville Valley, New Hampshire, USA, 01 December 2015.  EPA/CJ GUNTHER
 Mynd: EPA
Egypti, sem kom til Bandaríkjanna til að leggja stund á flugnám, er í haldi lögreglu og verður líklega rekinn úr landi fyrir ummæli sem hann lét falla á Facebook um Donald Trump. Trump sækist eftir tilnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins í kosningunum í nóvember og hefur meðal annars lofað að múslimum verði ekki veitt dvalarleyfi í Bandaríkjunum ef hann nái kjöri.

Egypski flugneminn deildi grein um þau ummæli á Facebook-síðu sinni og sagði að hann hefði ekkert á móti því að fara í ævilangt fangelsi fyrir að myrða Trump, hann myndi gera heiminum stóran greiða með morðinu. Lögfræðingur mannsins segir að honum hafi verið mikið niðri fyrir en engin alvara hafi legið að baki hótuninni.  

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV