Refsiaðgerðum gegn Íran aflétt

16.01.2016 - 21:34
epa05100358 US Secretary of State John Kerry delivers remarks on the US foreign policy agenda for 2016, at National Defense University on Fort McNair base in Washington, DC, USA, 13 January 2016. Kerry outlined the US strategy for dealing with Syria and
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.  Mynd: EPA  -  EPA
Bandaríkin og Evrópusambandið afléttu í kvöld refsiaðgerðum sínum gegn Íran í samræmi við kjarnorkusamning landsins og stórveldanna í sumar, eftir að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin staðfesti að stjórnvöld í Teheran hefðu staðið við sinn hluta samningsins.

 

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann hefði undirritað skjöl um stjórnvöld í Washington hefðu fengið staðfestingu á því að Íranar hefðu staðið við sitt og sem staðfestu að refsiaðgerðum gegn Íran hefði verið aflétt.

Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sendi frá sér sams konar tilkynningu um svipað leyti.

Alþjóða kjarnorkumálastofnunin sagði fyrr í kvöldað eftirlitsmenn stofnunarinnar hefðu staðfest að Íranar hefðu farið í einu og öllu eftir ákvæðum kjarnorkusamningsins við stórveldin.

Hassan Rouhani, forseti Írans, fangaði þessum tíðinum í kvöld og sagði þetta mikinn sigur fyrir Íran og írönsku þjóðina.