Real og Wolfsburg áfram í Meistaradeildinni

08.03.2016 - 23:18
epa04862841 Real Madrid's Cristiano Ronaldo reacts during the friendly test soccer match between Real Madrid and Inter Milan in Guangzhou, China, 27 July 2015. Real Madrid won 3-0.  EPA/XI YA CHINA OUT
 Mynd: EPA  -  FEATURECHINA
Real Madrid og Wolfsburg er komin áfram í 8-liða úrslit Meistaradeild Evrópu. Christiano Ronaldo var á skotskónum í liði Real Madrid sem lagði Roma á heimavelli sínum í kvöld, 2-0. Real Madrid vann báða leikina 2-0 og viðureignina því samtals 4-0. James Rodriguez skoraði síðara mark Real í kvöld eftir undirbúning frá Ronaldo.

Þetta er sjötta árið í röð sem Real Madrid kemst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið sigraði keppnina síðast árið 2014.

Wolfsburg hafði betur gegn Gent í Þýsklandi, 1-0. Þjóðverjinn Andrea Schurrle skoraði eina mark leikisins en samanlagt vann Wolfsburg viðureignina 3-2. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Wolfsburg sem félagið kemst í 8-liða úrslit.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður