Real og Atlético Madríd í kaupbann

14.01.2016 - 13:05
epa05094611 Real Madrid's French striker Karim Benzema (R) celebrates with Sergio Ramos (C) and Toni Kroos (L) after scoring the opening goal against Deportivo Coruna during the Spanish Liga Primera Divison soccer match played at Santiago Bernabeu
Real Madríd verður meinað að fá til sín nýja leikmenn í sumar og í janúar á næsta ári.  Mynd: EPA  -  EFE
FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið hefur sett spænsku félögin Real Madríd og Atlético Madríd í bann fram á sumarið 2017, að fá til sína nýja leikmenn. FIFA úrskurðaði að Madrídarliðin hefðu brotið reglur með því að gera samninga við unga erlenda leikmenn.

Þetta bann er í takt við það sem Barcelona fékk 2014, en þá var félaginu meinað að ganga frá félagaskiptum í janúarglugganum 2015 og sumarglugganum sama ár. Leikmenn eins og Arda Turan frá Tyrklandi sem Barcelona fékk í sumar frá Atlético Madríd fengu því ekki leikheimild með Börsungum fyrr en í janúar á þessu ári.

Madrídarliðin mega kaupa leikmenn í félagaskiptaglugganum sem er opinn til mánaðamóta, en fá svo ekki afgreidd félagaskipti í sumarglugganum eða í janúar 2017.

Mynd með færslu
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
íþróttafréttamaður