RBS ráðleggur fjárfestum að selja

12.01.2016 - 23:13
epa04645482 An exterior view of the Dutch head office of Royal Bank of Scotland at the Zuidas in Amsterdam, The Netherlands, 03 March 2015. RBS withdrew almost fully from the Netherlands. The Dutch branch of the British financial group will scrap at least
 Mynd: EPA  -  ANP
Sérfræðingar skoska bankans Royal Bank of Scotland ráðleggja viðskiptavinum að selja eignir vegna yfirvofandi efnahagshruns.

Í bréfi sem dagblaðið Guardian birti varar bankinn við hamfaraári á verðbréfamörkuðum. Búast megi við að gengi hlutabréfa falli um 20 prósent á árinu og verðið á olíutunnunni geti farið niður í 16 dollara.

Ástandið nú minni á stöðuna í ársbyrjun 2008 en nú sé rót vandans ekki í Bandaríkjunum heldur Kína. Bankinn ráðleggur því fjárfestum að selja öll verðbréf, nema þá helst skuldabréf með trygga ávöxtun á borð við ríkisskuldabréf.

Mynd með færslu
Sveinn H. Guðmarsson
Fréttastofa RÚV