Rauð sól vegna mengunar frá Holuhrauni

09.10.2014 - 10:38
Mynd með færslu
Morgunsólin virtist óvenjurauð á höfuðborgarsvæðinu í morgun og miðað við vindátt má ætla að það tengist mengun frá gosinu í Holuhrauni.

Samkvæmt vef veðurstofunnar verður nokkur gasmengun á suðvesturhorni landsins í dag. Þar má finna kort sem sýnir spá Veðurstofunnar um dreifingi gasmengunarinnar og öskufok.