Íslendingar hjátrúarfullir

Íslendingar eru tregir til að afneita tilvist drauga.


  • Prenta
  • Senda frétt

Hjátrú tengist áráttu og þráhyggju, og er nokkuð algeng á Íslandi.

Að einhverju leyti má kannski rekja þetta til Íslendingasagnanna. Erfið lífsskilyrði á Íslandi, frá náttúrunnar hendi, hafa líka sitt að segja. Þetta segir Fjóla Dögg Helgadóttir, sálfræðingur. Samanburðarrannsókn sem Fjóla gerði á hjátrú á Íslandi og í Ástralíu leiddi í ljós að Íslendingar eru nokkuð hjátrúarfullir. Þá hafði Fjóla líka tækifæri til að skoða hvort álag hefði áhrif á áráttu og þrjáhyggjuhegðun við raunverulegar aðstæður. Fyrstu rannsóknina gerði Fjóla nefnilega í desember 2007. Ári seinna hafði orðið efnahagshrun á Íslandi, mikil upplausn var í samfélaginu og álag á fólk. Fjóla endurtók tilraunina í desember 2008 og aftur 2009. Í ljós koma að hjátrúarhegðun hafði aukist.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku