Rannsaka ólöglega skóla í Bretlandi

17.02.2016 - 10:17
Mynd með færslu
 Mynd: KRoock74  -  Wikimedia Commons
Breska menntamálaráðuneytið er nú að rannsaka mál meira en tuttugu ólöglegra skóla. Þetta eru einkaskólar sem hafa ekki sótt um eða fengið starfsleyfi frá yfirvöldum þrátt fyrir að vera með fjölda nemenda í fullu námi.

Stjórnendur þeirra eiga í mörgum tilvikum yfir höfði sér ákæru og hafa fengið tilkynningu frá ráðuneytinu um að málum þeirra geti verið vísað til lögreglu og saksóknara.

Nú þegar er búið að loka einum slíkum skóla í borginni Birmingham. Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu á breska þinginu, sakar stjórnvöld um að draga lappirnar í málinu eftir að þeim varð ljóst í nóvember í fyrra að skólarnir störfuðu utan laganna og án alls eftirlits. 

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV