Rafmagnsleysi vegna tenginga

04.03.2016 - 14:24
Mynd með færslu
 Mynd: RARIK
Íbúar í Fljótum, Flókadal og SLéttuhlíð að Bræðraá mega gera ráð fyrir rafmagnstruflunum tvisvar á morgun, laugardag. Þá á að tengja háspennustreng og þarf að taka rafmagnið af við upphaf og lok vinnunnar, klukkan eitt og fjögur síðdegis. Búast má við að rafmagn fari af í tíu mínútur í hvort skipti. Að auki verður straumlaust allan tímann, frá eitt til fjögur, frá Hvammi að Þrasastöðum.

 

 

 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV