Rafmagn komið á Sauðárkrók og nágrenni

23.02.2016 - 18:06
Mynd með færslu
 Mynd: www.northiceland.is
Íbúar á Sauðárkróki og nágrenni ættu að vera komnir með rafmagn aftur eða á næstu mínútum. Rafmagnið fór af á þriðja tímanum þegar alvarleg bilun varð í aðveitustöð.

Steingrímur Jónsson, deildarstjóri hjá RARIK, segir að starfsmenn Rarik séu að skoða spenninn sem bilaði. Fara þurfi í mælingar aðra nótt, sem eigi að geta verið gerðar án þess að notendur verði þess varir. Steingrímur segir að íbúum verði sent sms og tölvupóstur á morgun þar sem því verður beint til þeirra að spara rafmagn á meðan á aðgerðum stendur. Það geti verið að það þurfi að setja varavélar í gang og skammta rafmagn.