Rafmagn komið á að Látrum

05.02.2016 - 22:57
Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir
 Mynd: Jóhannes Jónsson Jóhannes Jó
Rafmagn var komið á að Látrum í kvöld með dísilvél í Reykjanesi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Orkubús Vestfjarða. Unnið er að því að taka út teinrofa á Hrafnabjörgum og verður reynt að setja rafmagn á þangað frá Látrum.

Spennusetning þaðan að Ögri var reynd rétt fyrir klukkan tíu í kvöld án árangurs.  

Unnið er að viðgerð á vírsliti við Skarð í Skötufirði, segir í tilkynningunni. Þegar því er lokið verður hafin leit að  fleiri bilunum. Enn er rafmagnslaust á Rauðasandi en aðrir notendur á suðursvæði ættu að vera með rafmagn. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV