Rætt um flutning Heklu í Mjódd

06.02.2016 - 15:16
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Hreinsson
Borgarráð samþykkti í fyrradag að hefja viðræður við bílaumboðið Heklu um flutning þess frá Laugavegi upp í Mjódd.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í vikulegum pósti sínum að slíkt myndi bæði styrkja Mjóddina og losa um stórt svæði á Heklulóðinni undir íbúðir og atvinnustarfsemi. Í nýju deiliskipulagi hafi verið samþykkt uppbygging 200 íbúða á Barónsreitum og 170 nýjar íbúðir í Vesturbugt. 

 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV