Ráðherra vill ræða nýja leið fyrir austan

17.02.2016 - 11:55
Mynd með færslu
 Mynd: ruv.is  -  vegagerdin.is
Innanríkisráðherra hefur lagt fram til kynningar á vef ráðuneytisins þá hugmynd að lega Hringvegarins um Austurland verði endurskilgreind. Þjóðvegur 1 liggur á milli Fljótsdalshéraðs um Skriðdal og Breiðdalsheiði en myndi í nýrri útfærslu liggja um Suðurfjarðaveg á bundnu slitlagi, um Fáskrúðsfjarðargöng og Fagradal til Egilsstaða. Í dag er munurinn á þessum tveimur leiðum aðeins um 10 kílómetrar. Suðurfjarðavegurinn hefur í úttektum verið nefndur einn hættulegasti kafli á vegum landsins.

 

Í tilkynningunni á vef ráðuneytisins segir meðal annars að Hringvegurinn sé jafnan skilgreindur sem aðalleið, það er sú sem sé greiðfærust og þá með mestri vegaþjónustu. Takmörkuð vetrarþjónusta hefur verið um Breiðdalsheiði síðustu ár og einungis gert ráð fyrir að leiðin sé mokuð á meðan hægt er að hausti og vetri. Þá er um að ræða einn af fáum malarköflum sem eftir eru á þjóðveginum á um 25 km kafla. 

Fjarðaleiðin er hins vegar öll malbikuð og mokuð alla daga vikunnar. Hún er tíu kílómetrum lengri miðað við fjarlægðina milli Egilsstaða og Breiðdalsvíkur. Suðurfjarðavegurinn, einkum milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, hefur í úttektum verið nefndur einn hættulegasti vegkafli landsins. Nýlega var vegstæði um botn Berufjarðar kynnt til útboðs en ákvörðun um lagningu þess hefur engin áhrif á ákvarðanir um legu Hringvegarins.

Samtök Sveitafélaga á Austurlandi ályktuðu ítrekun í haust fóru fram á það að því væri flýtt að faglegt mat færi fram á vegum Vegagerðarinnar. 
Ákvörðun Vegagerðarinnar verður tekin í samráði við innanríkisráðherra

 

Mynd með færslu
Arnaldur Máni Finnsson
Fréttastofa RÚV