„Ráðherra hefur dregið lappirnar“

01.03.2016 - 20:16
Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins segir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafa dregið lappirnar og ekki staðið sig í því að efna ákvæði stjórnarsáttmálans þess efnis að taka á kennitöluflakki. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ósammála því og telur tillögu Karls og fleiri þingmanna of íþyngjandi. Rætt var við þá í Kastljósi í kvöld.