Raddir töluðu og sungu úr ósýnilegum börkum

„Menn urðu vitni að hreyfingum og lyftingum dauðra hluta og miðilsins sjálfs, ýmiss konar ljósfyrirbærum, og heyrðu raddir tala og syngja sem kæmu þær úr ósýnilegum börkum, stundum fleiri en ein rödd í senn,“ segir Erlendur Haraldsson prófessor emeritus við HÍ um miðilsfundi með Indriða Indriðasyni, sem er líklega öflugasti efnismiðill sem vitað er um hér á landi.

Í nýrri bók um Indriða og upphaf spíritismans á Íslandi, Indridi Indridason  - The Icelandic Physical Medium, rekur Erlendur þau undur og kraftaverk sem samtímaheimildir lýstu af miðilsfundum með Indriða og urðu eitt heitasta umræðuefni Reykvíkinga á árunum 1905-1909. Erlendur kom og ræddi um Indriða í Helgarútgáfunni á Rás 2.

Hallgrímur Thorsteinsson
dagskrárgerðarmaður
Helgarútgáfan