Ráðast gegn Íslamska ríkinu í Pakistan

16.07.2017 - 20:44
epa04726809 Afghan security officials patrol in Kunduz, Afghanistan, 30 April 2015. At least 140 insurgents, 20 Afghan soldiers and five civilians have been killed in clashes between government forces and the Taliban in the northern Kunduz province, a
Afganskir stjórnarhermenn á eftirlitsferð í Kunduz.  Mynd: EPA
Hernaðaryfirvöld í Pakistan hafa lagst í meiriháttar hernað gegn hinu svokallaða Íslamska ríki í norðvesturhluta landsins, í fjalllendi við landamæri Afganistan, er haft eftir þeim á vef BBC.  Talsmaður pakistanska hersins sagði að koma þyrfti í veg fyrir að vígamenn í Afganistan kæmust til frekari áhrifa.

Áður hafa yfirvöld í Pakistan neitað því að Íslamska ríkið hafi gert vart við sig í landinu. Yfirvöldum í Islamabad, höfuðborg landsins, er hinsvegar uggur á uppgangi samtakanna í Afganistan. Íslamska ríkið hefur lýst nokkrum árásum á hendur sér í Pakistan að undanförnu.

Sjá frétt BBC hér.

 

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV