Prinsessa kvödd til að bera vitni

03.04.2013 - 12:25
Mynd með færslu
Cristina prinsessa á Spáni hefur verið boðuð til að bera vitni í réttarhöldum yfir eiginmanni hennar Inaki Urdangarin sem sakaður er um spillingu. Cristinu er gert að koma fyrir rétt á eynni Mallorca 27. þessa mánaðar.

Urdangarin og viðskiptafélagi hans eru sakaðir um að hafa fengið jafnvirði hátt í 800 milljóna króna úr opinberum sjóðum og fært yfir í fyrirtæki í sinni eigu. Málið þykir afar vandræðalegt fyrir spænsku konungsfjölskylduna og er talið geta skaðað ímynd hennar.