Prestur spáir aðskilnaði ríkis og kirkju

13.01.2016 - 20:32
Um helmingur Íslendinga er mjög eða frekar hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju en aðeins 19% eru mjög eða frekar andvíg honum. Sr. Guðrún Karls Helgudóttir segir að þessi niðurstaða komi sér ekki á óvart, það sé ljóst að þjóðfélagið stefni í þessa átt. Spurningin sé því ekki hvort heldur hvernig staðið verði að þessu.

Þetta er á meðal niðurstaðna í nýrri könnun Siðmenntar á lífs- og trúarskoðunum Íslendinga. Meðal annars er spurt hvort fólk sé trúað, hvort fólk vilji ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá, samspil trúar og vísinda og upphaf heimsins svo eitthvað sé nefnt.

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, segir að margt komi á óvart í niðurstöðunum. Þróunin yfir í veraldlegt samfélag sé í raun enn hraðari en hann hafi búist við. Það sjáist hvað best í svörum unga fólksins sem segist síður vera trúað en þeir sem eldri eru.

Mynd með færslu
Baldvin Þór Bergsson
dagskrárgerðarmaður
Kastljós