Prestur dæmdur fyrir svefntruflanir

13.06.2012 - 14:49
Mynd með færslu
Pólski presturinn Andrzej Wrobel var í síðustu viku dæmdur til 30 klukkstunda samfélagsþjónustu fyrir að trufla svefn íbúa þorpinu Lewin um miðbik Póllands. Blaðið Gazeta Wyborcza greinir frá þessu.

Wrobel lét kirkjuklukkurnar í þorpskirkjunni hringja á hálftíma fresti allan sólarhringinn, þorpsbúum til ama. Þeir kváðust ekki geta sofið fyrir hávaðanum í þeim, en hann lét kvartanir þeirra sem vind um eyru þjóta. Þeir kærðu því prestinn, en samkvæmt pólskum lögum er bannað að vera með hávaða sem raskað getur ró fólks á milli klukkan tíu á kvöldin til sex á morgnana.