Platini hættir við forsetaframboð

07.01.2016 - 19:51
epa04864725 (FILE) A file picture dated 15 December 2014 of UEFA President Michel Platini during the UEFA Champions League 2014/15 round of 16 draw at the UEFA Headquarters in Nyon, Switzerland. Michel Platini on 29 July 2015 confirmed his intention to
Michel Platini er í vandræðum.  Mynd: EPA  -  KEYSTONE FILE
Frakkinn Michel Platini, forseti Evrópska knattspyrnusambandsins, hefur dregið tilbaka framboð sitt til forseta FIFA. Platini var nýverið dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu.

Kjör til forseta FIFA fer fram þann 26. febrúar n.k. og segir Platini að hann geti ekki farið fram á þessum tímapunkti þrátt fyrir að hann haldi fram sakleysi sínu í miklu hneykslis­máli þar sem fjölmargir háttsettir aðilar innan FIFA eru grunaðir um mútuþægni.

„Tímasetningin er ekki góð fyrir mig. Ég get ekki keppt á jafnréttis grundvelli við aðra frambjóðendur,“ sagði Platini við AP fréttastofuna í dag.

Platini er grunaður um að hafa þegið um 250 milljónir króna mútugreiðslu frá Sepp Blatter, núverandi forseta FIFA, sem einnig hefur verið bannað að hafa afskipti af knattspyrnu næstu átta árin.

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður