Paul Zukofsky látinn

Klassísk tónlist
 · 
Paul Zukofsky
 · 
Tónlist
 · 
Víðsjá

Paul Zukofsky látinn

Klassísk tónlist
 · 
Paul Zukofsky
 · 
Tónlist
 · 
Víðsjá
Mynd með færslu
15.06.2017 - 11:06.Pétur Grétarsson.Víðsjá
Fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn snjalli er látinn. Aðkoma hans að íslensku tónlistarlífi olli straumhvörfum.

Anna Guðný Guðmundsdóttir heimsótti Víðsjá og rifjaði upp kynni sín af Paul Zukofsky, sem tók virkan þátt í tónlistarlegu uppeldi margra kynslóða listafólks hér á landi.

Hann var óumdeildur hæfileikamaður - sumir segja snillingur, en þótti líka hornóttur í samskiptum. 

Starf hans með Sinfóníuhljómsveit æskunnar var bæði honum og þeim sem tóku þátt í því, gríðarlega mikilvægt.