Paul Zukofsky látinn

15.06.2017 - 11:06
Fiðluleikarinn og hljómsveitarstjórinn snjalli er látinn. Aðkoma hans að íslensku tónlistarlífi olli straumhvörfum.

Anna Guðný Guðmundsdóttir heimsótti Víðsjá og rifjaði upp kynni sín af Paul Zukofsky, sem tók virkan þátt í tónlistarlegu uppeldi margra kynslóða listafólks hér á landi.

Hann var óumdeildur hæfileikamaður - sumir segja snillingur, en þótti líka hornóttur í samskiptum. 

Starf hans með Sinfóníuhljómsveit æskunnar var bæði honum og þeim sem tóku þátt í því, gríðarlega mikilvægt.

Mynd með færslu
Pétur Grétarsson
dagskrárgerðarmaður
Víðsjá
Þessi þáttur er í hlaðvarpi