Páll Óskar kemur fram á fyrri forkeppninni!

18.01.2016 - 17:02
Mynd með færslu
 Mynd: skjáskot
Það verður mikið um dýrðir á öllum viðburðum í Söngvakeppninni í ár. Frábærir íslenskir skemmtikraftar sjá um að hita áhorfendur í sal upp og í útsendingunni sjálfri er það ekki bara keppnin sjálf sem gleður því boðið verður upp á æðisleg skemmtiatriði fyrir alla aldurshópa.

Sturla Atlas, Logi Pedro og Unnsteinn Manuel (101 boys) mæta í Háskólabíó 6. febrúar og taka Gleðibankann í sinni eigin útsetningu! 13. febrúar mætir svo Högni Egilsson úr hljómsveitinni Hjaltalín og mikil leynd hvílir yfir því hvað hann gerir á sviðinu!  Úrslitakvöldið 20. febrúar verður svo algjör bomba en þá verða á sviðinu tveir Eurovision-sigurvegarar: Sænska söngkonan Loreen, sigurvegari Eurovision 2013, syngur sigurlagið Euphoria og hin belgíska Sandra Kim syngur J’Aime La Vie, sigurlagið 1986 sem allir muna eftir.

Það er sönn ánægja að segja frá því að herra Eurovision, sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson, stígur á svið í fyrri forkeppninni, 6. febrúar, í Háskólabíó.

Það verður því eitthvað fyrir alla á þessum þremur stórviðburðum í febrúar. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Miðasalan hefst á morgun, þriðjudag, kl. 12.00 á tix.is 

Söngvakeppnin