Páfinn segir stjórnleysi vera dóttur Satans

01.02.2016 - 15:53
epa04994405 Pope Francis celebrates the closing Mass of the XIV Ordinary Meeting of the Synod of Bishops in the Saint Peter's Basilica in the Vatican City, 25 October 2015. Pope Francis called for the Synod of Bishops that began on 04 October, to
Frans páfi.  Mynd: EPA  -  ANSA
Frans páfi sagði í dag að prestar og nunnur sem fyndu fyrir löngun til að breiða út slúður um aðra í kirkjunni ættu að bíta fast í tunguna á sér og þegja.

Í ávarpinu varaði hann við þeim innan kirkjunnar sem gerst hefðu sekir um að rjúfa heiti sín um skírlífi, hófsemi og hlíðni. Þá sagði hann að stjórnleysi væri dóttir djöfulsins.

Páfinn sagði það leitt að sífellt færri sæktust eftir því að gerast prestar eða nunnur. Lausnin væri ekki að taka við hverjum sem er, það skapaði vandamál. Í dag eru tæplega sjö hundruð þúsund kaþólskar nunnur og fimmtíu og fimm þúsund kaþólskir prestar um víða veröld.

Gunnar Hrafn Jónsson
Fréttastofa RÚV