Páfi vill afnema dauðarefsingar

21.02.2016 - 15:51
epaselect epa05171582 Pope Francis (R) caresses a child as he arrives for the Jubilee audience in St Peter's Square, Vatican City, 20 February 2016.  EPA/ANGELO CARCONI
 Mynd: EPA  -  ANSA
epa05173734 A nun shows so-called 'Misericordina', a box containing a rosary, during the Pope Francis' Angelus prayer at St Peter Square in the Vatican City, 21 February 2016.  EPA/ANGELO CARCONI
 Mynd: EPA  -  ANSA
Frans páfi hvatti í dag stjórnmálamenn víða um heim til að berjast gegn dauðarefsingum. Orð páfa þykja koma sér illa fyrir harðlínumenn innan bandaríska repúblikanaflokksins.

Í ávarpi sínu í Péturskirkjunni í morgun beindi páfi orðum sínum sérstaklega til kaþólskra stjórnamálamanna sem starfa í löndum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Flest kaþólsk lönd í heiminum hafa þegar afnumið dauðarefsingar og því er talið að páfi hafi beint orðum sínum einna helst til Bandaríkjanna. Í þrjátíu og einu ríki Bandaríkjanna eru dauðarefsingar leyfðar. 

Páfi sagði að í nútíma samfélagi væri hægt að refsa fyrir glæpi án þess að útiloka að glæpamaðurinn iðraðist gjörða sinna. 

Hann segir boðorðið „þú skalt ekki mann deyða" algilt og að það nái jafnt til hins seka og saklausa. Glæpamaður hafi einnig rétt til þess að lifa, rétt sem ekki megi fótum troða. 

Orð páfa þykja smána Greg Abott, ríkisstjóra Texas. Abbott er kaþólskur og eldheitur talsmaður dauðarefsingar. Á þessu ári hefur hann samþykkt aftökur þriggja fanga í Texas. 

Páfinn virðist því ekki eiga samleið með forvígismönnum repúblikana í Bandaríkjunum, en einungis þrír dagar eru síðan páfi sagði að innflytjendastefna Donalds Trump, sem sækist eftir því að verða forsetaefni repúblikanaflokksins, væri ókristin. Trump sagði einnig nýlega að hann vildi að allir þeir sem yrðu lögreglumanni að bana, yrðu teknir af lífi.

Páfi sagðist óska þess að innan tíðar yrði alþjóðlegt bann lagt við opinberum dauðarefsingum ríkja. 

 

epa05173734 A nun shows so-called 'Misericordina', a box containing a rosary, during the Pope Francis' Angelus prayer at St Peter Square in the Vatican City, 21 February 2016.  EPA/ANGELO CARCONI
 Mynd: EPA  -  ANSA
Nunna hlýðir á páfa við Péturskirkjuna í morgun.
Mynd með færslu
Guðmundur Björn Þorbjörnsson
Fréttastofa RÚV