Óvissustig vegna snjóflóða og stormur

19.02.2016 - 23:04
Mynd með færslu
Á Ísafirði fyrr í mánuðinum.  Mynd: Halla Ólafsdóttir  -  RÚV
Óvissustig er í gildi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum. Þá er spáð vaxandi norðaustanátt í nótt á norðvestanverðu landinu. Á morgun er útlit fyrir storm á Vestfjörðum með snjókomu og skafrenningi.

Þetta kemur fram á heimasíðu Veðurstofu Íslands. 

Þá er viðbúið að hvöss norðanáttin dreifi úr sér um norðanvert landið á morgun, með snjókomu. Ferðaveður verði því varasamt þar um slóðir.

 

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV